Vottun hf.

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Velkomin á heimasíðu Vottunar hf.

Lesaðgangur að jafnlaunastaðlinum ÍST 85

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Staðlaráð Íslands hefur opnað gjaldfrjálsan lesaðgang að jafnlaunastaðlinum ÍST 85 á netinu, skv. samningi við velferðarráðuneytið. Hægt er að óska eftir aðgangi á síðunni ist85.is.

 

Velferðarráðuneytið fær vottun

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Velferðarráðuneytið hlaut á haustdögum vottun á jafnlaunakerfi sitt.  Um er að ræða vottun á samræmi kerfisins við kröfur íslenska staðalsins ÍST 85, sem gefinn var út árið 2012. Uppbygging og innleiðing jafnlaunakerfisins hófst um ári fyrr og fól m.a. í sér nákvæma starfaflokkun innan ráðuneytisins og launagreiningu byggða á henni.

Eitt af verkefnum velferðarráðuneytisins eru jafnréttismál í íslensku samfélagi og í kjölfar lagagsetningar síðastliðið sumar, sem skyldar fyrirtæki og stofnanir með 25 starfsmenn eða fleiri til að innleiða jafnlaunakerfi, hefur ráðuneytið tekið saman ýmis gögn um jafnlaunavottanir, þ. á m. verkfærakistu fyrir þá sem hyggjast innleiða slíkt kerfi.

Myndin hér fyrir neðan er frá afhendingu vottorðsins. F.v. Kjartan J. Kárason, Þorsteinn Víglundsson, Anna Lilja Gunnarsdóttir og Óttarr Proppé.

 

Jafnlaunakerfi Tollstjóra vottað

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Í nóvember á síðasta ári hlaut embætti Tollstjóra vottun á jafnlaunakerfi sitt hjá Vottun hf. Um er að ræða vottun á samræmi kerfisins við kröfur staðalsins ÍST 85. Staðallinn var samþykktur sem nýr íslenskur staðall árið 2012 og reglugerð gefin út árið 2014 sem kveður á um kröfur hins opinbera til þeirra aðila sem votta slík kerfi. Reglugerðin byggir annars vegar á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og hins vegar á lögum um faggildingu.

Hjá Tollsjóra starfa á þriðja hundrað manns og er embættið með starfsstöðvar víða um land. Kjarnastarfsemin er á sviði tollstjórnar og innheimtumála en Tollstjóri hefur með höndum tollgæslu í landinu ásamt innheimtu opinberra gjalda fyrir ríki og sveitarfélög í stjórnsýsluumdæmi Reykjavíkur. Embættið hefur starfrækt gæðastjórnunarkerfi í starfsemi sinni sem hefur verið vottað af DQS frá miðju ári 2015. Nánari upplýsingar um starfsemina er að finna á heimasíðu embættisins, www.tollur.is.

 

Endurvinnslan fær vottun

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Endurvinnslan hf. hefur fengið umhverfisstjórnunarkerfi sitt vottað samkvæmt ISO 14001 staðli hjá Vottun hf. Endurvinnslan var stofnuð samkvæmt lögum nr. 2/1989 með það hlutverk að sjá um endurvinnslu einnota drykkjavöruumbúða á Íslandi. Starfsemin felst í því að taka á móti umbúðunum, greiða skilagjald þeirra, undirbúa þær til útflutnings og selja þær til endurvinnslu. Árangur söfnunar þessara umbúða hér á landi nálgast 90% á ársgrundvelli og selur fyrirtækið um 750 tonn af áli og 1800 tonn af plasti úr landi á hverju ári. Glerumbúðir eru hins vegar notaðar til landfyllingar og við uppbyggingu vega ásamt fleiru. Nánari upplýsinar um starfsemi Endurvinnslunnar hf. er að finna á heimasíðu fyrirtækisins.

 

Vottað gæðastjórnunarkerfi THG Arkitekta ehf.

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

THG Arkitektar fengu vottun á gæðastjórnunarkerfi sitt, skv. ÍST EN ISO 9001 staðli þann 9. febrúar 2016. THG Arkitektar ehf. var stofnað í október 1994 og er verksvið fyrirtækisins almenn hönnun bygginga, áætlanagerð og eftirlit, ásamt verkefna- og byggingastjórnun mannvirkja. Frá upphafi hefur verið sterkur kjarni arkitekta hjá stofunni, sem hefur hlotið menntun sína bæði vestan hafs og austan. Í fyrirtækinu starfar nú hópur fimmtán arkitekta, þriggja innanhússarkitekta og sex byggingatækni- / byggingafræðinga ásamt nemum í arkitektúr. Nánari upplýsingar um THG Arkitekta ehf. má finna á heimasíðunni www.thg.is.  Á meðfylgjandi mynd eru, frá vinstri, Halldór Guðmundsson og Steinunn Kristjánsdóttir frá THG Arkitektum ehf. og Kjartan J. Kárason frá Vottun hf.

 

Embætti byggingarfulltrúans í Reykjavík fær vottun

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Embætti byggingarfulltrúans í Reykjavík hefur fengið ISO 9001 vottun á gæðastjórnunarkerfi sitt hjá Vottun hf., fyrst slíkra embætta á Íslandi. Starfsemin heyrir undir Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar og er sviðið þegar með vottun á umhverfisstjórnunarkerfi sitt samkvæmt ISO 14001 staðli. Laga og reglugerðarumverfi starfseminnar er talsvert viðamikið og sinnir embættið margskonar lögboðnum verkefnum, svo sem samþykkt byggingaráforma, útgáfu byggingarleyfa skv. samþykktum teikningum og eftirliti með byggingarframkvæmdum og breytingum á byggingum í borginni. Starfsmenn embættisins eru rúmlega 20 talsins. Sjá nánar frétt á heimasíðu Reykjavíkurborgar.

 

 

Vottun gæðastjórnunarkerfis Kanon arkitekta

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Fyrirtækið Kanon arkitektar ehf. fékk nýlega vottun á gæðastjórnunarkerfi sitt, skv. ISO 9001 staðli, hjá Vottun hf. Fyrirtækið hefur starfað frá árinu 1994 við arkitektúr og skipulag og veitir opinberum aðilum, fyrirtækjum og einstaklingum arkitekta-, skipulags- og landslagsráðgjöf og þjónustu. Hjá Kanon arkitektum starfa arkitektar og landslagsarkitekt, samstillt sjö manna teymi fagfólks með fjölbreyttan bakgrunn og víðtæka þekkingu og reynslu á sínu sviði. Starfsmenn hafa allir löggildingu umhverfisráðuneytisins til að gera uppdrætti á sínu fagsviði og eru á lista Skipulagsstofnunar yfir skipulagsráðgjafa með tilskilin réttindi. Á meðfylgjandi mynd eru Halldóra Kristín Bragadóttir og Helgi B. Thóroddsen frá Kanon og Kjartan J. Kárason frá Vottun hf. Nánari upplýsingar um Kanon arkitekta ehf. má finna á heimasíðu fyrirtækisins.

 

Vottun jafnlaunakerfa

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Vottun hf. býður nú fyrirtækjum og stofnunum nýja þjónustu sem er jafnlaunavottun. Um er að ræða vottun á samræmi jafnlaunakerfa við kröfur staðalsins ÍST85. Staðallinn var samþykktur sem nýr íslenskur staðall árið 2012 og reglugerð gefin út árið 2014 sem kveður á um kröfur hins opinbera til þeirra aðila sem votta slík kerfi. Reglugerðin byggir annars vegar á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna og hins vegar á lögum um faggildingu. Námskeið til réttinda fyrir úttektarmenn var haldið í byrjun sumars og hafa úttektarmenn Vottunar hf. útskrifast með viðurkenningu velferðarráðuneytisins til að taka út og staðfesta vottun jafnlaunakerfa.

Vottun hf. er eina íslenska vottunarstofan sem vottar stjórnunarkerfi og er með faggildingu íslenskra stjórnvalda. Faggilding Vottunar hf. nær nú til vottunar gæðastjórnunarkerfa og umhverfisstjórnunarkerfa og mun stofan sækja um að fá samsvarandi faggildingu fyrir vottun jafnlaunakerfa. Að fenginni slíkri faggildingu verða allar útgefnar vottanir stofunnar á þessu sviði faggiltar vottanir.

Vottun hf. býður fyrirtækjum og stofnunum að halda almennar kynningar fyrir stjórnendur og starfsmenn á jafnlaunakerfum og vottun þeirra, hvernig beri að túlka kröfur staðalsins og hvað þurfi almennt að liggja fyrir til að jafnlaunakerfi fáist vottað. Einnig býður Vottun hf. námskeið í innri úttektum, en um þær er fjallað í kafla 4.5.5 í staðlinum.

Frekari upplýsingar um jafnlaunakerfi og jafnlaunavottun má fá í bæklingnum Jafnlaunakerfi - samkvæmt íslenska staðlinum ÍST 85 og á skrifstofu Vottunar hf. (s: 570-7200). Sækja má um vottun með því að fylla út umsóknareyðublað hér til vinstri á síðunni og senda Vottun hf.

 

Vottun hf. flytur starfsemi sína

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Vottun hf. hefur flutt starfsemi sína í úr austurhúsi í vesturhús Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í Keldnaholti. Nýja húsnæðið er stærra og hentugra en það fyrra og mun rúma starfsemi fyrirtækisins vel á komandi árum. Skrifstofa Vottunar hf. er staðsett á annarri hæð byggingarinnar.

 

 

Sif Cosmetics fær vottun

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Nýverið fékk íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sif Cosmetics ehf. vottun á gæðastjórnunarkerfi sitt samkvæmt stöðlunum ÍST ISO 9001 og ISO 22716. Fyrirtækið, sem stofnað var árið 2009, framleiðir hágæða húðvörur á vísindalegum grunni með virkni, öryggi og hreinleika að leiðarljósi. Húðvörur fyrirtækisins innihalda frumuvaka sem stuðla að endurnýjun húðfruma. Frumuvakarnir eru sérvirk prótein sem framleidd eru í samstarfi við ORF Líftækni hf., sem þróað hefur nýstárlega aðferð til að nýta fræ byggplöntunnar sem smiðju fyrir framleiðslu frumuvaka.

Hið vottaða gæðastjórnunarkerfi Sif Cosmetics ehf. nær til framleiðslu og dreifingar á húðvörum. Nánari upplýsingar um fyrirtækið og vörur þess má finna á heimasíðunni www.egf.isÁ myndinni hér að neðan afhendir Kjartan J. Kárason framkvæmdastjóri Vottunar hf. Kristni D. Grétarssyni forstjóra og Sigríði Hjörleifsdóttur gæðastjóra Sif Cosmetics ehf. vottorðið.

 

 Vottuð starfsemi

 

 

Upplýsingar um handhafa
gildra vottorða og umfang
vottana hjá Vottun hf.
fást á skrifstofu félagsins.


Vottun hf. —    NMÍ, Keldnaholti    —    112 Reykjavík    —    sími: 570-7200    —    fax: 522-9111    —    tp: vottun@vottunhf.is    —    kt: 590691-1439