Vottun hf.

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Velkomin á heimasíðu Vottunar hf.

Þjónustustöð N1 með vottað umhverfisstjórnunarkerfi

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Þjónustustöð og verkstæði N1 við Bíldshöfða 2 hefur fengið vottun á umhverfisstjórnunarkerfi sitt skv. ISO 14001 staðli. Um er að ræða þjónustustöð sem selur eldsneyti, smurefni, bílatengdar efnavörur og matvöru og þjónustuverkstæði með smurstöð, hjólbarðaverkstæði, almennu verkstæði og sölu á bílatengdum efnavörum. Þetta er fyrsta þjónustustöð og eldsneytissala sem fær slíka vottun á Íslandi. Stöðin býður auk hefðbundins eldsneytis upp á bæði metan- og bíódísel-eldsneyti. Þar er fært grænt bókhald og endurnýting er í hávegum höfð.

 

 

Gæðastjórnunarkerfi Strendings ehf.

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Þann 14. júní síðastliðinn hlaut Strendingur ehf. - verkfræðiþjónusta vottun á gæðastjórnunarkerfi sitt skv. ISO 9001 staðli. Fyrirtækið hefur unnið að því undanfarin ár að byggja kerfið upp en það nær til alhliða verkfræðiþjónustu og ráðgjafar á sviði mannvirkjagerðar, reksturs mannvirkja, útboða og samningagerðar. Strendingur er 15 ára gamalt fyrirtæki og hjá því starfa 10 manns. Sjá nánar heimasíðu félagsins.

 

 

Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar með vottað umhverfisstjórnunarkerfi

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Umhverfis- og samgöngsvið Reykjavíkurborgar hefur fengið vottun á umhverfisstjórnunarkerfi sitt hjá Vottun hf. Er þetta fyrsta opinbera stofnunin hér á landi sem fær slíka vottun en á annan tug fyrirtækja er með vottun á þessu sviði. Umhverfisstjórnuarkerfi Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar nær m.a. til stýringar á endurvinnslu efna, eldsneytisnotkunar og losunar gróðurhúsalofttegunda. Þannig nota starfsmenn reiðhjól og vistvæna bíla, engar ruslafötur eru undir skrifborðum, sjöstiga flokkunarkerfi er í eldhúsinu og prentað er báðumegin á allan pappír.

 

 

 

Teiknistofan Tröð fær vottun

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Þann 15. febrúar síðastliðinn fékk Teiknistofan Tröð vottun Vottunar hf. um að gæðastjórnunarkerfi fyrirtækisins uppfylli kröfur ÍST EN ISO 9001 staðalsins. Vottunin nær til hönnunar og ráðgjafar um arkitektúr og skipulag.

Teiknistofan Tröð ehf. er til húsa að laugavegi 26 í Reykjavík. Hún hóf starfsemi sína árið 1990 og eru eigendur hennar arkitektarnir Hans-Olav Andersen og Sigríður Magnúsdóttir. Starfsmenn eru 6 talsins og hafa þeir sinnt verkefnum á fjölbreyttum sviðum arkitektúrs. Sjá nánar heimasíðu félagsins.

 

 

Höldur ehf. fær vottun á þrjár starfsstöðvar

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Vottun hf. hefur veitt fyrirtækinu Höldi ehf. vottun á gæðastjórnunarkerfi og umhverfisstjórnunarkerfi sitt, samkvæmt stöðlunum ÍST EN ISO 9001 og ÍST EN ISO 14001. Vottunin nær til starfsstöðva fyrirtækisins í Skeifunni 9 í Reykjavík, á Reykjavíkurflugvelli og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Er þetta fimmtugasta fyrirtækið sem fær vottun á gæðstjórnunarkerfi sitt hjá Vottun hf. og áttunda fyrirtækið sem fær umhverfisstjórnunarkerfi sitt vottað.

Vottunin nær til reksturs bílaleigu, þar með talið útleigu, hreinsunar, viðhalds og viðgerða á bifreiðum og aukabúnaði í starfsstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík, á Reykjavíkurflugvelli og í flugstöð Leifs Eiríkssonar.

 

Vottun á gæðastjórnunarkerfi MK

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Þann 15. desember fékk Menntaskólinní Kópavogi vottorð um samræmi gæðastjórnunarkerfis skólans við ÍST EN ISO 9001 staðalinn. Vottunin nær til kennslu til stúdentsprófs á bóknámsbrautum og í ferðagreinum, kennslu til sveinsprófs í hótel- og matvælagreinum og kennslu í hótelstjórnun.

 

Landsvirkjun fær OHSAS vottun

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Í dag afhenti Kjartan J. Kárason, framkvæmdastjóri Vottunar hf., Landsvirkjun vottorð því til staðfestingar að fyrirtækið hafi innleitt OHSAS 18001 staðalinn í starfsemi sinni. Staðallinn hefur að geyma kröfur á sviði öryggis- og vinnuumhverfisstjórnunar og er Landsvirkjun fjórða fyrirtækið á Íslandi sem hlýtur vottun samkvæmt honum. Fyrir hefur Landsvirkjun vottorð um samræmi við kröfur ISO 9001 og ISO 14001 staðlanna.

 Vottuð starfsemi

 

 

Upplýsingar um handhafa
gildra vottorða og umfang
vottana hjá Vottun hf.
fást á skrifstofu félagsins.


Vottun hf. —    NMÍ, Keldnaholti    —    112 Reykjavík    —    sími: 570-7200    —    fax: 522-9111    —    tp: vottun@vottunhf.is    —    kt: 590691-1439