Vottun hf.

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Forsíða Fréttir Vottanir Breytingar hjá Verkís hf.

Breytingar hjá Verkís hf.

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Á síðasta ári sameinuðust fyrirtækin Verkís hf. og Almenna verkfræðistofan hf. undir nafninu Verkís hf. Bæði fyrirtækin voru með vottuð gæðastjórnunarkerfi og umhverfisstjórnunarkerfi hjá Vottun hf. og nú hefur hið sameinaða fyrirtæki bætt við sig vottun á stjórnunarkerfi heilsu og öryggis á vinnustað samkvæmt OHSAS 18001 staðli.

Verkís hefur einnig flutt höfuðstöðvar sínar úr Ármúla að Ofanleiti 2 í Reykjavík. Nýja húsnæðið er um 8000 fermetrar að stærð á fimm hæðum og hýsti áður Háskólann í Reykjavík. Nú starfa um 340 manns hjá Verkís og hefur stór hluti þeirra flutt í nýja húsnæðið. Auk höfuðstöðvanna í Reykjavík er Verkís með starfsstöðvar víðsvegar um landið og einnig í Noregi, Grænlandi og Póllandi.

 

Vottuð starfsemi

 

 

Upplýsingar um handhafa
gildra vottorða og umfang
vottana hjá Vottun hf.
fást á skrifstofu félagsins.


Vottun hf. —    NMÍ, Keldnaholti    —    112 Reykjavík    —    sími: 570-7200    —    fax: 522-9111    —    tp: vottun@vottunhf.is    —    kt: 590691-1439