Vottun hf.

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Forsíða Þjónusta Úttektir fyrir MVS

Gæðastjórnunarkerfi í byggingariðnaði

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Hönnuðir, hönnunarstjórar, byggingastjórar og iðnmeistarar þurfa nú að hafa samþykkt gæðastjórnunarkerfi í starfsemi sinni, samkvæmt mannvirkjalögum og byggingarreglugerð. Kröfur til kerfanna eru teknar saman í eftirfarandi skjölum Mannvirkjastofnunar:

Mannvirkjastofnun sér um skráningu og samþykkt kerfanna og felur vottunarstofum, eins og Vottun hf., að gera úttektir á þeim. Skráning og samþykkt kerfis er gerð í tveimur skrefum:
  • Skjöl gæðastjórnunarkerfisins eru fyrst skoðuð og borin saman við kröfurnar. Fullnægjandi kerfi er skráð hjá stofnuninni.
  • Síðan er gerð virkniúttekt á vettvangi, eigi síðar en 12 mánuðum eftir skjalaskoðunina, og staðfest að kröfurnar séu uppfylltar.

Þjónusta Vottunar hf.

Vottun hf. tekur að sér skoðun skjala og virkniúttektir í samræmi við kröfur Mannvirkjastofnunar.

Upplýsingar um kostnað og aðra þætti þjónustunnar er hægt að fá á skrifstofu Vottunar hf. og í síma 570-7200. Einnig má senda tölvupóst á vottun (hjá) vottunhf.is og fá upplýsingar sendar um hæl.

Vottun hf. er félag sem er í eigu hagsmunasamtaka í atvinnulífinu og fleiri aðila, þ. á m. Samtaka iðnaðarins, og hefur frá upphafi haft það hlutverk að veita íslenskum fyrirtækjum viðurkennda vottunarþjónustu á sem hagkvæmastan hátt. Fyrirtækið hefur frá stofnun þess árið 1991 verið leiðandi í vottun stjórnunarkerfa á Íslandi.

 

 

Vottuð starfsemi

 

 

Upplýsingar um handhafa
gildra vottorða og umfang
vottana hjá Vottun hf.
fást á skrifstofu félagsins.


Vottun hf. —    NMÍ, Keldnaholti    —    112 Reykjavík    —    sími: 570-7200    —    fax: 522-9111    —    tp: vottun@vottunhf.is    —    kt: 590691-1439