Upplýsingar
Kostnaður við vottun fer eftir umfangi starfseminnar, t.d. fjölda starfsmanna, fjölbreytni í vöruframleiðslu og/eða veitingu þjónustu, flækjustigi og hversu dreifð starfsemin er. Vottun hf. gerir verðáætlanir og tilboð í þjónustu, sé þess óskað.
Ef einhverjar spurningar vakna sem tengjast þjónustu Vottunar hf. þá vinsamlegast hafið samband við okkur símleiðis eða sendið okkur tölvupóst.
Ábendingar, kvartanir og áfrýjanir
Ef þú hefur einhverjar ábendingar varðandi starfsemina eða vilt kvarta yfir þjónustunni þá biðjum við þig að senda okkur línu eða hringja í okkur í einhver neðangreind netföng eða símanúmer.
Verklag við úrvinnslu kvartana: Tekið er á öllum kvörtunum með formlegum hætti. Í því felst að þegar kvörtun berst er byrjað á að greina hvort grípa þurfi til tafarlausra aðgerða, sem þá er gert. Síðan er kvörtunin skráð og vinnsla falin ábyrðarmanni og sá sem kvartaði jafnframt upplýstur. Umkvörtunarefnið er síðan greint nánar og úrlausn fundin í samvinnu við þann sem kvartaði. Framkvæmdastjóri rýnir og samþykkir úrlausnir kvartana, nema í þeim tilvikum þegar hann tengist sjálfur umkvörtunarefninu en þá er fenginn áháður aðili til að rýna og staðfesta. Það er síðan ákveðið í samráði við vottað fyrirtæki og þann sem kvartaði, hvort og þá að hve miklu leyti umkvörtunarefnið og úrlausn þess er gert opinbert.
Viðskiptavinir Vottunar hf. geta áfrýjað ákvörðunum sem starfsmenn Vottunar hf. taka í vottunarferlinu.
Verklag við úrvinnslu áfrýjana: Þegar áfrýjun berst framkvæmdastjóra Vottunar hf. er móttaka hennar staðfest og erindið sent til málskotsnefndar Vottunar hf. Nefndin rannsakar áfrýjaða ákvörðun, skoðar gögn og ræðir við hlutaðeigandi. Hún semur síðan úrskurð og fær óháðan aðila til að rýna hann og staðfesta. Úrskurðinum er síðan komið á framfæri við þann sem áfrýjaði og framkvæmdastjóra Vottunar hf. Ef úrskurðurinn felur í sér aðgerðir af hálfu Vottunar hf. þá sér framkvæmdastjóri um þær og tilkynnir lok þeirra.
Vottun hf: Sími: 570-7200. Netfang: vottun (hjá) vottunhf.is
Emil B. Karlsson úttektarmaður: Beinn sími 570-7204. Netfang: emil (hjá) vottunhf.is
Kjartan J. Kárason framkv.stj: Beinn sími: 570-7201. Nefang: kjartank (hjá) vottunhf.is
Pétur H. Helgason úttektarmaður: Beinn sími: 570-7202. Netfang: petur (hjá) vottunhf.is
Sveinn Björnsson: Beinn sími: 570-7203. Netfang: sveinn (hjá) vottunhf.is