Hlutafélagið Vottun var stofnað þann 14. júní 1991 af 16 hagsmunaaðilum í iðnaði, sjávarútvegi, verslun og þjónustu.
Núverandi eigendur eru:
- Alfesca hf. (Labeyrie)
- Burðarás hf.
- Félag atvinnurekenda
- Frumherji hf.
- Icelandic Services ehf.
- Íslensk-ameríska verslunarfélagið ehf.
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands
- Rammi hf.
- Samtök fjármálafyrirtækja
- Samtök iðnaðarins
- Staðlaráð Íslands
- Viðskiptaráð Íslands.
Hluthafahópurinn samanstendur m.a. af hagsmunasamtökum sem veita meirihluta starfsfólks á almennum vinnumarkaði á Íslandi atvinnu.

Skrifstofa félagsins er í Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Árleyni 2 (Keldnaholti) í Reykjavík (sjá kort).
Fastir starfsmenn eru fjórir en auk þeirra byggir starfsemin á framlagi sérfræðinga úr atvinnulífinu sem starfa sem verktakar á einstökum sviðum hjá Vottun hf.
Viðskiptavinir Vottunar hf. eru bæði opinberar stofnanir og fyrirtæki í flestum greinum íslensks atvinnulífs. Lista yfir vottuð fyrirtæki er að finna hér til hliðar, hægra megin á síðunni.