Vottun hf.

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Forsíða Algengar spurningar Stjórnunarkerfi og staðlar
Stjórnunarkerfi og staðlar

Hvað eru stjórnunarkerfi?

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Þegar talað er um stjórnunarkerfi af einhverju tagi í rekstri fyrirtækja er jafnan verið að vísa til ákveðinna stjórnunaraðferða sem notaðar eru til að ná betri árangri á einhverju sviði, t.d. auknum gæðum vöru, færri mistökum, minni mengun, auknu öryggi o.s.frv. Til aðgreiningar á mismunandi stjórnunarkerfum er talað um gæðastjórnunarkerfi, umhverfisstjórnunarkerfi, stjórnunarkerfi heilsu og öryggis á vinnustað o.s.frv.

Mikil reynsla er komin á stjórnunaraðferðir slíkra kerfa og hafa kröfur til þeirra verið staðlaðar á alþjóðlega vísu, t.d hjá ISO (International Standardization Organization). Algengt er að fyrirtæki styðjist við þessa staðla og leiti jafnvel eftir óháðri vottun þriðja aðila á samræmi við þá.

Þau fyrirtæki sem lengst hafa gengið í þessu efni hafa fengið fleiri en eina samræmisvottun á stjórnkerfi sitt, þ.e. vottun á samræmi við fleiri en einn sértækan stjórnunarstaðal (t.d. bæði gæðastjórnun og umhverfisstjórnun). Mörg íslensk fyrirtæki eru í þessum hópi og telja sig hafa augljósan ávinning af því að reka virkt og vottað stjórnunarkerfi. Merki um þennan ávinning má m.a. sjá í því að þau sækjast gjarnan eftir birgjum og samstarfsaðilum sem einnig eru með vottað stjórnunarkerfi í sinni starfsemi.

Algengustu stjórnunarkerfin, bæði hér á landi og á heimsvísu, eru kennd við gæði, þ.e. svokölluð gæðastjórnunarkerfi (e. quality management systems). Þau miða að því að tryggja og auka ánægju viðskiptavina með réttum eiginleikum þeirrar vöru og þjónustu sem þeir kaupa. Rétt er að geta þess að íslenska orðið "gæði" getur verið misvísandi í þessu samhengi. Gæði kalla gjarnan fram í hugann eitthvað sem gert er úr bestu hráefnum, er völundarsmíði, endist lengi og kostar mikið. Erfitt er að heimfæra þetta á framleiðslu pappadiska, svo dæmi sé tekið, en slík vara getur verið framleidd samkvæmt vottuðu gæðastjórnunarkerfi, engu síður en postulínsdiskar. Það er því gott að hafa hugtakið "eiginleikar" bak við eyrað þegar fjallað er um gæðastjórnun, en bæði þessi orð, "gæði" og "eiginleiki" eru þýðing á enska orðinu "quality". Gæðastjórnunarkerfi snúast um að tryggja viðskiptavininum rétta eiginleika vöru eða þjónustu sem hann sækist eftir og auka þar með ánægju hans.

 

 

Hvað eru stjórnunarstaðlar?

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Stjórnunarstaðlar eru staðlar sem fjalla um eiginleika stjórnunarkerfa af einhverju tagi, t.d. gæðastjórnunarkerfa. Fyrirtæki styðjast við þessa staðla þegar þau vilja bæta árangur sinn með því að útfæra og innleiða slík kerfi í rekstri sínum.

Þeir stjórnunarstaðlar sem fyrirtæki styðjast við hér á landi eru langflestir alþjóðlegir, þróaðir af alþjóðlegum stofnunum eða samtökum, eins og ISO. Dæmi um vinsæla, alþjóðlega stjórnunarstaðla frá þessum aðilum eru ISO 9001 og ISO 14001. Einn stjórnunarstaðall hefur verið saminn á Íslandi. Það er jafnlaunastaðallinn ÍST 85, Jafnlaunakerfi - kröfur og leiðbeiningar.

Einstakir stjórnunarstaðlar eru auðkenndir með númerum (t.d. 9001, 14001 og 18001) og er efnislega tengdum stöðlum oft skipað í flokka eða fjölskyldur sem þá hafa gjarnan samliggjandi númer. Þannig er t.d. talað um 9000 fjölskylduna frá ISO sem hefur að geyma fjölmarga staðla sem tengjast gæðastjórnun. Þeir hafa númer sem raðast frá 9000 og 10000.

Margir þessara alþjóðlegu stjórnunarstaðla hafa verið viðurkenndir og sérstaklega gefnir út á innri markaði Evrópusambandsins og einnig á Íslandi, sbr. forskeytin EN og ÍST í heitum staðla sem Staðlaráð Íslands hefur gefið út (dæmi: ÍST EN ISO 9001). Staðlarnir ISO 9001 og ÍST EN ISO 9001 eru því efnislega einn og sami staðallinn, sá fyrri gefinn út af ISO en sá síðari af Staðlaráði Íslands.

Auk flokkunar stjórnunarstaðla í fjölskyldur, sbr. hér að framan, má einnig skipta þeim í tvo flokka eftir tilgangi þeirra, þvert á fjölskyldur. Annars vegar er talað um kröfustaðla og hins vegar um hjálparstaðla. Kröfustaðlarnir lýsa kröfum sem stjórnunarkerfi þurfa að uppfylla en hjálparstaðlarnir eru til skýringar eða benda á aðferðir og leiðir til að mæta kröfunum. Kröfustaðlarnir eru tækir til vottunar en hjálparstaðlarnir ekki. Þrátt fyrir hugtakið "kröfustaðlar" er ekki opinber krafa að að þeir séu notaðir eða að kröfur þeirra séu uppfylltar. Það er val hvers og eins.

Íslenski stjórnunarstaðallinn ÍST 85, um jafnlaunakerfi, er kröfustaðall, sem er tækur til vottunar og, ólíkt því sem gildir um aðra stjórnunarstaðla, þá er ekki valkvætt að uppfylla kröfur hans. Með lögum sem samþykkt voru 2017 og tóku gildi um áramótin 2017/2018 þá ber fyrirtækjum og stofnunum með ákveðinn fjölda starfsmanna að uppfylla hann.

 

Hvaða stjórnunarstaðlar eru til?

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Fjölmargir alþjóðlegir stjórnunarstaðlar eru til og eru svokallaðir hjálparstaðlar þar í miklum meirihluta. Kröfustaðlarnir eru færri. Stöðugt er verið að þróa nýja staðla og endurbæta eldri staðla. Einn séríslenskur kröfurstaðall fyrir stjórnunarkerfi hefur verið gefinn út. Það er ÍST 85, sem fjallar um jafnlaunakerfi.

Af svokölluðum kröfustöðlum, sem eru hæfir til vottunar, má nefna eftirfarandi:

  • ÍST EN ISO 9001:  Gæðastjórnunarkerfi - kröfur. Sjá nánar hér.
  • ÍST EN ISO 14001: Umhverfisstjórnunarkerfi - kröfur ásamt leiðsögn um notkun. Sjá nánar hér.
  • ÍST ISO/IEC 27001: Upplýsingatækni - Öryggistækni - Stjórnkerfi upplýsinga - Kröfur.
  • BS OHSAS 18001: Occupational health and safety management systems - Requirements.
  • ÍST EN ISO 22000: Food safety management systems - Requirements for organizations throughout the food chain. Sjá nánar hér.
  • ÍST EN ISO 50001: Energy management systems - Requirements with guidance for use. Sjá nánar hér.
  • ISO 55001: Asset management - Management systems - Requirements. Sjá nánar hér.
  • ÍST 85: Jafnlaunakerfi - kröfur og leiðbeiningar. Sjá nánar hér.
Af hjálparstöðlum má nefna eftirfarandi:
  • ÍST EN ISO 9000: Gæðastjórnunarkerfi - Grunnatriði og íðorðasafn.
  • ÍST EN ISO 9004: Stjórnun sem miðar að viðvarandi árangri fyrirtækis - Gæðastjórnunarnálgun.
  • ÍST EN ISO 14004: Umhverfisstjórnunarkerfi - Almennar leiðbeiningar um grundvallarreglur, kerfi og stuðningstækni.
  • ÍST ISO/IEC 27002: Upplýsingatæni - Öryggistækni - Starfsvenjur fyrir stjórnun upplýsingaöryggis.
  • OHSAS 18002: Occupational health and safety management systems - Guidelines for the implementation of OHSAS 18001.
  • ÍST EN ISO 19011: Guidelines for auditing management systems.
  • ISO 10005: Quality management - Guidelines for quality plans.
  • ISO 10006: Quality management - Guidelines for quality management in projects.
  • ISO 10007: Quality management - Guidelines for configuration management.
  • ISO/TS 22004: Food safety management systems - Guidance on the application of ISO 22000: 2005.
Yfirlit yfir ISO stjórnunarstaðla sem tengjast gæðastjórnun er að finna hér.
Yfirlit yfir ISO stjórnunarstaðla sem tengjast umhverfisstjórnun er að finna hér.
Bent er á heimasíður ISO og Staðlaráðs Íslands varðandi frekari upplýsingar um útgefna staðla.

 

 



Vottuð starfsemi

 

 

Upplýsingar um handhafa
gildra vottorða og umfang
vottana hjá Vottun hf.
fást á skrifstofu félagsins.


Vottun hf. —    NMÍ, Keldnaholti    —    112 Reykjavík    —    sími: 570-7200    —    fax: 522-9111    —    tp: vottun@vottunhf.is    —    kt: 590691-1439