Öll fyrirtæki Festar fá jafnlaunavottun

Prentvæn útgáfa

Vottun hf. hefur veitt Festi hf. og dótturfélögum þess, ELKO, Krónunni, Nóatúni og Bakkanum vöruhúsi, vottun á jafnlaunakerfi sitt. Vottunin staðfestir að félögin uppfylla kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Starfsmannafjöldi þessara félaga er samtals um 1200 en Krónan og Nóatún eru fyrstu dagvöruverslanirnar hér á landi með jafnlaunavottun. Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri Emil B. Karlsson úttektarmaður Vottunar hf., Guðríður Hjördís Baldursdóttir mannauðsstjóri Festar, Sveinborg Hafliðadóttir mannauðsstjóri ELKO og Jón Björnsson forstjóri Festar.