ARKÍS arkitektar ehf. fá vottun

Mánudagur, 08. september 2014 09:19 Vefstjóri
Prentvæn útgáfa

Vottun hf. hefur vottað samræmi gæðastjórnunarkerfis ARKÍS arkitekta ehf. við kröfur ÍST ISO 9001 staðalsins. Nær vottunin til hönnunar- og ráðgjafarþjónustu á sviðum arkitektúrs og skipulags. ARKÍS var stofnað 1997 og eru starfsmenn nú á þriðja tug talsins. Verkefnin spanna öll svið arkitektúrs, skipulags, hönnunar og ráðgjafar og viðskiptavinirnir bæði innlendir og erlendir. Stofan hefur þá sérstöðu að geta boðið upp á heildstæða ráðgjöf fyrir vistvæna byggð og byggingar á öllum stigum hönnunar, þ.e. undirbúnings, skipulags, hönnunar og framkvæmdaeftirlits. Nánari upplýsingar um ARKÍS er að finna á heimasíðunni www.ark.is.