Vottun umhverfisstjórnunarkerfis IGS ehf.

Þriðjudagur, 06. janúar 2015 11:40 Vefstjóri
Prentvæn útgáfa

Alþjóðlega flugþjónustufyrirtækið IGS ehf. hefur fengið umhverfisstjórnunarkerfi sitt vottað í samræmi við ISO 14001 staðalinn en fyrirtækið hefur starfrækt vottað gæðastjórnunarkerfi frá árinu 2008.

IGS var stofnað sem dótturfélag Icelandair Group árið 2001 en flugvallarþjónusta á Íslandi hefur verið hluti af starfsemi Icelandair frá stofnun þess. Vottun umhverfisstjórnunarkerfisins nær til flugvallaþjónustu við flugfélög og farþega á alþjóðlega flugvellinum í Keflavík, þ. á m. innritunar farþega, hleðslu, afhleðslu og þrifa flugvéla, fraktafgreiðslu, veitingaþjónustu og alhliða matarframleiðslu, auk reksturs SAGA biðstofu í flugstöðinni.