Hlutverk

Prentvæn útgáfa

Hlutverk Vottunar hf. hefur frá upphafi verið að veita íslenskum fyrirtækjum alþjóðlega viðurkennda vottunarþjónustu á sem hagkvæmastan hátt og styrkja þannig samkeppnisstöðu þeirra og tryggja aðgang að erlendum mörkuðum. Vottun hf. býður íslenskum fyrirtækjum vottunarþjónustu hér innanlands og í útibúum og dótturfélögum þeirra erlendis, auk þess að vera í samstarfi við erlendar, faggiltar vottunarstofur um úttektir og vottanir. Vottun hf. heldur námskeið, bæði á eigin vegum og í samstarfi við aðra. Nánari upplýsingar um námskeið sem eru í boði má fá á skrifstofu Vottunar hf.

Vottun hf. byggir starfsemi sína á hlutleysi og trúnaði sem vottuð fyrirtæki og viðskiptavinir þeirra treysta. Félagið hefur í þjónustu sinni vel menntaða og þjálfaða starfsmenn með góða þekkingu á íslensku atvinnulífi og stjórnunarkerfum.

Félagið hefur, frá stofnun þess árið 1991, verið frumkvöðull og leiðandi í vottun stjórnunarkerfa á Íslandi og vottað á níunda tug fyrirtækja og stofnana. Í þessum hópi eru flest orkufyrirtæki landsins, fjölmörg fyrirtæki á sviði verkfræði og arkitektúrs, framleiðslufyrirtæki í margvíslegum iðnaði, þ. á m. matvælaiðnaði, þjónustufyrirtæki á ýmsum sviðum, skólar, opinberar stofnanir, sveitarfélög og ráðuneyti.