Þann 28. september síðastliðinn fékk Vottun hf. afhent faggildingarskjal frá ISAC (Faggildingarsviði Einkaleyfastofu) við hátíðlega athöfn að viðstöddum gestum. Það var Sigurlinni Sigurlinnason hjá ISAC sem afhenti Kjartani J. Kárasyni framkvæmdastjóra Vottunar hf. skjalið. Einar Ragnar Sigurðsson tók meðfylgjandi myndir við þetta tilefni.