Vottun hf.

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Forsíða Fréttir Vottanir Sif Cosmetics fær vottun

Sif Cosmetics fær vottun

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Nýverið fékk íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sif Cosmetics ehf. vottun á gæðastjórnunarkerfi sitt samkvæmt stöðlunum ÍST ISO 9001 og ISO 22716. Fyrirtækið, sem stofnað var árið 2009, framleiðir hágæða húðvörur á vísindalegum grunni með virkni, öryggi og hreinleika að leiðarljósi. Húðvörur fyrirtækisins innihalda frumuvaka sem stuðla að endurnýjun húðfruma. Frumuvakarnir eru sérvirk prótein sem framleidd eru í samstarfi við ORF Líftækni hf., sem þróað hefur nýstárlega aðferð til að nýta fræ byggplöntunnar sem smiðju fyrir framleiðslu frumuvaka.

Hið vottaða gæðastjórnunarkerfi Sif Cosmetics ehf. nær til framleiðslu og dreifingar á húðvörum. Nánari upplýsingar um fyrirtækið og vörur þess má finna á heimasíðunni www.egf.isÁ myndinni hér að neðan afhendir Kjartan J. Kárason framkvæmdastjóri Vottunar hf. Kristni D. Grétarssyni forstjóra og Sigríði Hjörleifsdóttur gæðastjóra Sif Cosmetics ehf. vottorðið.

 

 

Vottuð starfsemi

 

 

Upplýsingar um handhafa
gildra vottorða og umfang
vottana hjá Vottun hf.
fást á skrifstofu félagsins.


Vottun hf. —    NMÍ, Keldnaholti    —    112 Reykjavík    —    sími: 570-7200    —    fax: 522-9111    —    tp: vottun@vottunhf.is    —    kt: 590691-1439