Endurvinnslan hf. hefur fengið umhverfisstjórnunarkerfi sitt vottað samkvæmt ISO 14001 staðli hjá Vottun hf. Endurvinnslan var stofnuð samkvæmt lögum nr. 2/1989 með það hlutverk að sjá um endurvinnslu einnota drykkjavöruumbúða á Íslandi. Starfsemin felst í því að taka á móti umbúðunum, greiða skilagjald þeirra, undirbúa þær til útflutnings og selja þær til endurvinnslu. Árangur söfnunar þessara umbúða hér á landi nálgast 90% á ársgrundvelli og selur fyrirtækið um 750 tonn af áli og 1800 tonn af plasti úr landi á hverju ári. Glerumbúðir eru hins vegar notaðar til landfyllingar og við uppbyggingu vega ásamt fleiru. Nánari upplýsinar um starfsemi Endurvinnslunnar hf. er að finna á heimasíðu fyrirtækisins.