THG Arkitektar fengu vottun á gæðastjórnunarkerfi sitt, skv. ÍST EN ISO 9001 staðli þann 9. febrúar 2016. THG Arkitektar ehf. var stofnað í október 1994 og er verksvið fyrirtækisins almenn hönnun bygginga, áætlanagerð og eftirlit, ásamt verkefna- og byggingastjórnun mannvirkja. Frá upphafi hefur verið sterkur kjarni arkitekta hjá stofunni, sem hefur hlotið menntun sína bæði vestan hafs og austan. Í fyrirtækinu starfar nú hópur fimmtán arkitekta, þriggja innanhússarkitekta og sex byggingatækni- / byggingafræðinga ásamt nemum í arkitektúr. Nánari upplýsingar um THG Arkitekta ehf. má finna á heimasíðunni www.thg.is. Á meðfylgjandi mynd eru, frá vinstri, Halldór Guðmundsson og Steinunn Kristjánsdóttir frá THG Arkitektum ehf. og Kjartan J. Kárason frá Vottun hf.