Vottun hf.

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Forsíða Fréttir Vottanir Velferðarráðuneytið fær vottun

Velferðarráðuneytið fær vottun

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Velferðarráðuneytið hlaut á haustdögum vottun á jafnlaunakerfi sitt.  Um er að ræða vottun á samræmi kerfisins við kröfur íslenska staðalsins ÍST 85, sem gefinn var út árið 2012. Uppbygging og innleiðing jafnlaunakerfisins hófst um ári fyrr og fól m.a. í sér nákvæma starfaflokkun innan ráðuneytisins og launagreiningu byggða á henni.

Eitt af verkefnum velferðarráðuneytisins eru jafnréttismál í íslensku samfélagi og í kjölfar lagagsetningar síðastliðið sumar, sem skyldar fyrirtæki og stofnanir með 25 starfsmenn eða fleiri til að innleiða jafnlaunakerfi, hefur ráðuneytið tekið saman ýmis gögn um jafnlaunavottanir, þ. á m. verkfærakistu fyrir þá sem hyggjast innleiða slíkt kerfi.

Myndin hér fyrir neðan er frá afhendingu vottorðsins. F.v. Kjartan J. Kárason, Þorsteinn Víglundsson, Anna Lilja Gunnarsdóttir og Óttarr Proppé.

 

Vottuð starfsemi

 

 

Upplýsingar um handhafa
gildra vottorða og umfang
vottana hjá Vottun hf.
fást á skrifstofu félagsins.


Vottun hf. —    NMÍ, Keldnaholti    —    112 Reykjavík    —    sími: 570-7200    —    fax: 522-9111    —    tp: vottun@vottunhf.is    —    kt: 590691-1439