Utanríkisráðuneytið hefur hlotið vottun á jafnlaunakerfi sitt. Á myndinni hér að neðan sést Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra taka við vottorðinu úr hendi Davíðs Lúðvíkssonar úttektarstjóra. Til vinstri við Davíð er Anna Ósk Kolbeinsdóttir mannauðs- og launafulltrúi og lengst til hægri á myndinni eru þau Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri og Berglind Bragadóttir stjórnarráðsfulltrúi.