Vottun gæðastjórnunarkerfis VSB

Föstudagur, 16. desember 2011 14:38 Vefstjóri
Prentvæn útgáfa

VSB verkfræðistofa hefur fengið vottun á gæðastjórnunarkerfi sitt samkvæmt ISO 9001 staðli. Fyrirtækið var stofnað árið 1987 í Hafnarfirði og sinnir fjölþættri verkfræðiþjónustu á fimm þjónustusviðum, sem eru verkfræðihönnun, framkvæmdaráðgjöf, verkefnastjórnun, fasteignaþjónusta og sérlausnir. Nánari upplýsingar um VSB, svo sem um gæðastefnu fyrirtækisins, má fá á heimasíðu þess, www.vsb.is.