Vottun Actavis og Actavis Group PTC

Þriðjudagur, 09. apríl 2013 13:32 Vefstjóri
Prentvæn útgáfa

Vottun hf. hefur tekið yfir vottun á samræmi stjórnunarkerfa fyrirtækjanna Actavis ehf. og Actavis Group PTC ehf. frá erlenda fyrirtækinu SGS. Um er að ræða vottun á samræmi umhverfisstjórnunarkerfa þessara fyrirtækja við ISO 14001 staðalinn og á samræmi stjórnunarkerfa heilsu og öryggis á vinnustað við staðalinn OHSAS 18001. Kerfin ná til þróunar og framleiðslu lyfja vegna skráningar og til framleiðslu á lyfjum á föstu formi til inntöku.

Starfsemi Actavis-fyrirtækjanna er í Hafnarfirði en þau eru í eigu móðurfélagsins Actavis Inc. sem er með starfsemi í 60 löndum og hefur höfuðstöðvar í Bandaríkjunum. Hjá Actavis á Íslandi starfa yfir 700 manns við þróun, framleiðslu og sölu samheitalyfja. Það er stefna fyrirtækjanna að starfa á ábyrgðarfullan hátt í samfélaginu og að í allri starfseminni séu umhverfissjónarmið, ásamt öryggi og heilsu starfsmanna, höfð að leiðarljósi. Nánari upplýsingar um starfsemi Actavis hér á landi eru á www.actavis.is.