Höldur ehf. fær vottun á þrjár starfsstöðvar

Föstudagur, 15. janúar 2010 01:12 Vefstjóri
Prentvæn útgáfa

Vottun hf. hefur veitt fyrirtækinu Höldi ehf. vottun á gæðastjórnunarkerfi og umhverfisstjórnunarkerfi sitt, samkvæmt stöðlunum ÍST EN ISO 9001 og ÍST EN ISO 14001. Vottunin nær til starfsstöðva fyrirtækisins í Skeifunni 9 í Reykjavík, á Reykjavíkurflugvelli og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Er þetta fimmtugasta fyrirtækið sem fær vottun á gæðstjórnunarkerfi sitt hjá Vottun hf. og áttunda fyrirtækið sem fær umhverfisstjórnunarkerfi sitt vottað.

Vottunin nær til reksturs bílaleigu, þar með talið útleigu, hreinsunar, viðhalds og viðgerða á bifreiðum og aukabúnaði í starfsstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík, á Reykjavíkurflugvelli og í flugstöð Leifs Eiríkssonar.