Teiknistofan Tröð fær vottun

Mánudagur, 15. febrúar 2010 10:11 Vefstjóri
Prentvæn útgáfa

Þann 15. febrúar síðastliðinn fékk Teiknistofan Tröð vottun Vottunar hf. um að gæðastjórnunarkerfi fyrirtækisins uppfylli kröfur ÍST EN ISO 9001 staðalsins. Vottunin nær til hönnunar og ráðgjafar um arkitektúr og skipulag.

Teiknistofan Tröð ehf. er til húsa að laugavegi 26 í Reykjavík. Hún hóf starfsemi sína árið 1990 og eru eigendur hennar arkitektarnir Hans-Olav Andersen og Sigríður Magnúsdóttir. Starfsmenn eru 6 talsins og hafa þeir sinnt verkefnum á fjölbreyttum sviðum arkitektúrs. Sjá nánar heimasíðu félagsins.