Gæðastjórnunarkerfi Strendings ehf.

Föstudagur, 03. september 2010 14:41 Vefstjóri
Prentvæn útgáfa

Þann 14. júní síðastliðinn hlaut Strendingur ehf. - verkfræðiþjónusta vottun á gæðastjórnunarkerfi sitt skv. ISO 9001 staðli. Fyrirtækið hefur unnið að því undanfarin ár að byggja kerfið upp en það nær til alhliða verkfræðiþjónustu og ráðgjafar á sviði mannvirkjagerðar, reksturs mannvirkja, útboða og samningagerðar. Strendingur er 15 ára gamalt fyrirtæki og hjá því starfa 10 manns. Sjá nánar heimasíðu félagsins.