Þjónustustöð N1 með vottað umhverfisstjórnunarkerfi

Fimmtudagur, 16. september 2010 09:07 Vefstjóri
Prentvæn útgáfa

Þjónustustöð og verkstæði N1 við Bíldshöfða 2 hefur fengið vottun á umhverfisstjórnunarkerfi sitt skv. ISO 14001 staðli. Um er að ræða þjónustustöð sem selur eldsneyti, smurefni, bílatengdar efnavörur og matvöru og þjónustuverkstæði með smurstöð, hjólbarðaverkstæði, almennu verkstæði og sölu á bílatengdum efnavörum. Þetta er fyrsta þjónustustöð og eldsneytissala sem fær slíka vottun á Íslandi. Stöðin býður auk hefðbundins eldsneytis upp á bæði metan- og bíódísel-eldsneyti. Þar er fært grænt bókhald og endurnýting er í hávegum höfð.