Vottun hf.

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð

Vottun

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Fyrirtæki sem hyggst fá vottun á stjórnunarkerfi sitt þarf að sækja formlega um hana á umsóknareyðublaði (pdf-skrá sem hægt er að fylla út á skjá, prenta og senda til Vottunar hf.). Við umsókn þurfa að liggja fyrir helstu upplýsingar um þá starfsemi sem stjórnunarkerfið nær til svo hægt sé að meta umfang vinnu við vottunina og skipuleggja undirbúning hennar.

Undirbúningur vottunar á stjórnunarkerfi hjá Vottun hf. er unnin í tveimur skrefum. Það fyrra er unnið af starfsmönnum fyrirtækisins sjálfs en það seinna af úttektarmönnum Vottunar hf. í náinni samvinnu við starfsmenn fyrirtækisins.

SKREF 1: Þegar stjórnunarkerfi fyrirtækis hefur verið skjalfest svara stjórnendur spurningum sem Vottun hf. lætur þeim í té á eyðublaði með leiðbeiningum. Svörum er skilað inn til Vottunar hf. ásamt helstu skjölum stjórnunarkerfisins.

SKREF 2: Úttektarmenn Vottunar hf. fara yfir svörin og meta innsend skjöl. Ef þau eru fullnægjandi og svara kröfum staðalsins er farið á vettvang og verklag starfsmanna skoðað. Þar með er sannreynt að stjórnunarkerfi fyrirtækisins sé virkt og í samræmi við kröfur staðalsins.

Þegar vottun er fengin taka við reglubundnar úttektir til viðhalds vottuninni.

 

 

Ítarlegri upplýsingar um vottunarferlið er að finna á einblöðungnum Vottun hf. - Um fyrirtækið og í reglum um vottun stjórnunarkerfa hjá Vottun hf.

Vottorð um stjórnunarkerfi frá Vottun hf. er staðfesting á því að fyrirtækið starfræki stjórnunarkerfi í samræmi við staðal og kröfur sem tilgreindar eru á vottorðinu.

Handhafi gilds vottorðs má nota vottorðið eða afrit af því í upplýsinga- eða auglýsingaskyni, t.d. með tilboðum eða pöntunarstaðfestingum. Hann má einnig nota merki Vottunar hf. á bréfsefni, bæklinga, vefsíðu og fleira þess háttar í samskipta- eða auglýsingaskyni.

 

 

 

Vottuð starfsemi

 

 

Upplýsingar um handhafa
gildra vottorða og umfang
vottana hjá Vottun hf.
fást á skrifstofu félagsins.


Vottun hf. —    NMÍ, Keldnaholti    —    112 Reykjavík    —    sími: 570-7200    —    fax: 522-9111    —    tp: vottun@vottunhf.is    —    kt: 590691-1439