Vottun hf. býður fyrirtækjum og stofnunum upp á námskeið í innri úttektum fyrir starfsmenn sína. Markmið námskeiðanna er að þátttakendur læri réttar aðferðir við undirbúning, skipulagningu og framkvæmd innri úttekta á gæðastjórnunarkerfum og öðrum stjórnunarkerfum. Aðferðirnar eru kynntar með fyrirlestrum og sýnidæmum jafnframt því sem þátttakendur gera verklegar æfingar.
Starfsmenn Vottunar hf. standa einnig að opnum námskeiðum um sama efni sem reglulega eru haldin á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands.