Já. Samkvæmt staðilinum fyrir starfsemi vottunarstofa, ISO 17021-1, þurfa vottunarstofur að halda skrá um þau fyrirtæki sem þær hafa vottað. Vottun hf. er með slíka skrá, sem finna má í lista sem er aðgengilegur hér á hægri spássíu vefsins.
Engin samræmd skrá er til yfir vottuð fyrirtæki í heiminum eða í einstökum löndum. Ýmsir aðilar hafa reynt að veita slíka þjónustu á internetinu og hefur Vottun hf. veitt þeim upplýsingar um þau fyrirtæki sem stofan hefur vottað.
Í mörg ár gerði olíufélagið Mobil könnun á fjölda fyrirtækja sem hefðu fengið vottun og tók saman tölfræði um vottanir eftir löndum og atvinnugreinum. Fyrir nokkrum árum ákvað Mobil að hætta þessum könnunum og gaf alþjóða staðlasambandinu ISO gögnin og hefur ISO síðan séð um að taka þessar upplýsingar saman. Vottun hf. hefur frá upphafi veitt þessum aðilum upplýsingar um fyrirtæki sem vottunarstofan hefur vottað. Hafa ber í huga að hér er aðeins um tölfræði að ræða og ekki verið að skrá nöfn vottaðra fyrirtækja.