Vottun hf.

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð
Velkomin á heimasíðu Vottunar hf.

Afhending faggildingarskjals

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Þann 28. september síðastliðinn fékk Vottun hf. afhent faggildingarskjal frá ISAC (Faggildingarsviði Einkaleyfastofu) við hátíðlega athöfn að viðstöddum gestum. Það var Sigurlinni Sigurlinnason hjá ISAC sem afhenti Kjartani J. Kárasyni framkvæmdastjóra Vottunar hf. skjalið. Einar Ragnar Sigurðsson tók meðfylgjandi myndir við þetta tilefni.

 

er0_2794 er0_2795 er0_2796 er0_2798 er0_2802 er0_2803

 

 

Gæðastjórnunarkerfi ASK Arkitekta ehf.

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Þann 22. júní síðastliðinn fékk arkitektastofan ASK Arkitektar ehf. gæðastjórnunarkerfi sitt vottað hjá Vottun hf. Stofan er í hópi stærstu arkitektastofa landsins og fæst við verkefni bæði á sviði arkitekta og innanhússarkitekta, s.s. hönnun nýbygginga, endurhönnun eldri bygginga, hönnun húsgagna, skipulag eldri byggðar og nýbyggingarsvæða, hönnunarstjórn og fleira. Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á heimasíðunni www.ask.is.

 

Faggilding á starfsemi Vottunar hf.

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Vottun hf. hefur fengið faggildingu íslenskra stjórnvalda, fyrst fyrirtækja á sviði vottunar stjórnunarkerfa. Það er Faggildingarsvið Einkaleyfastofu, ISAC (Icelandic Board of Technical Accreditation), sem faggildir starfsemina en sviðið fer með umboð stjórnvalda til faggildinga hér á landi. Úttektir sviðsins á starfsemi Vottunar hf. stóðu yfir í maí og júní síðastliðnum í starfsstöð fyrirtækisins að Keldnaholti, auk þess sem úttektarmaður sviðsins fór á vettvang með starfsmönnum Vottunar hf. og fylgdist með vinnubrögðum þeirra. Í byrjun júlí lá svo fyrir að Vottun hf. hefði staðist þær kröfur sem faggildingarstaðallinn ÍST EN ISO 17021 gerir til vottunarstofa. Faggildingin nær til vottunar gæðastjórnunarkerfa (ÍST EN ISO 9001) og umhverfisstjórnunarkerfa (ÍST EN ISO 14001). Í framhaldinu verður unnið að því að faggildingin nái til annarra stjórnunarstaðla sem Vottun hf. tekur að sér að votta samræmi við, þ.e. OHSAS 18001, ÍST ISO/IEC 27001 og ÍST EN ISO 22000.

 

Vottun stjórnsýslusviðs Kópavogsbæjar

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Stjórnsýslusvið Kópavogsbæjar hefur fengið gæðastjórnunarkerfi sitt vottað hjá Vottun hf. Auk stjórnsýslu sinnir sviðið margvíslegri þjónustu við önnur svið bæjarfélagsins, svo sem varðandi fjármál, starfsmannamál, lögfræðileg málefni, skjalastjórnun, upplýsingatækni og gæðamál. Rekstur þjónustuvers er einnig hluti af hinni vottuðu starfsemi sviðsins.

Upphafleg tillaga að gæðakerfi fyrir stjórnsýslu Kópavogsbæjar var samþykkt í bæjarráði í júlí 2008 og var gæðastefnan samþykkt í bæjarstjórn í mars 2010. Gæðahandbók var svo staðfest í febrúar 2011 og hefur innleiðing kerfisins staðið yfir síðustu misseri.

Myndin hér að neðan er tekin við afhendingu vottorðsins. Frá vinstri eru Páll Magnússon bæjarritari, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Ari Arnalds frá Vottun hf.

 

Faggildingarúttekt hjá Vottun hf.

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Þann 31. maí síðastliðinn fór fram úttekt á vottunarstarfsemi Vottunar hf. í húsakynnum félagsins hjá Nýsköpunarmiðstöð. Úttektin er liður í ferli til faggildingar á starfseminni sem nú stendur yfir. Það er Faggildingarsvið ISAC (Icelandic Board of Technical Accreditation) sem sér um faggildingarvinnuna en sviðið annast faggildingu fyrir hönd íslenskra stjórnvalda skv. lögum nr. 24/2006, um faggildingu o.fl. Til þessa hefur engin starfsemi á sviði vottunar stjórnunarkerfa fengið faggildingu hér á landi.

Faggildingarúttektinni mun ljúka í þessum mánuði með því að úttektarmaður Faggildingarsviðs kemur með í úttektir Vottunar hf. hjá viðskiptavinum hennar og fylgist með vinnubrögðum. Haft verður samband við hlutaðeigandi fyrirtæki til að fá samþykki fyrir þessu fyrirkomulagi.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá úttektarmenn að störfum í Grasagarðinum í Reykjavík, en Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar er með umhverfisstjórnunarkerfi sitt vottað af Vottun hf. Frá vinstri eru Sigurlinni Sigurlinnason frá Faggildingarssviði Einkaleyfastofu, Ari Arnalds frá Vottun hf. og Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg.

 

VJI fær vottun

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar ehf. (VJI) hefur fengið vottun á gæðastjórnunarkerfi sitt hjá Vottun hf. Vottunin staðfestir samræmi gæðastjórnunarkerfisins við kröfur ISO 9001 gæðastjórnunarstaðalsins. VJI veitir verkfræðiþjónustu og ráðgjöf varðandi mannvirki, raforkukerfi og rafrænar stýringar svo og ráðgjöf á sviði rekstrar og stjórnunar. Hönnun rafkerfa hefur lengi verið aðalverksvið fyrirtækisins. VJI var stofnað árið 1960 og hjá henni starfa um 20 manns. Frekari upplýsingar um fyrirtækið er að finna á heimasíðu þess, www.vji.is.

 

Vottun Raftákns ehf.

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Þann 21. september síðastliðinn fékk verkfræðistofan Raftákn ehf. vottun á gæðastjórnunarkerfi sitt hjá Vottun hf. Fyrirtækið var stofnað árið 1976 á Akureyri og hjá því starfa nú um 25 manns í tveimur starfsstöðvum, á Akureyri og í Reykjavík. Raftákn starfar á rafmagnssviði og er rekið í þremur deildum sem eru byggingasvið, iðnaðarsvið og fjarskiptasvið. Nánari upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins er að finna á heimasíðunni www.raftakn.is.

 

Vottun Batterísins - arkitekta

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Batteríið - arkitektar ehf. hefur fengið vottun á gæðastjórnunarkerfi sitt skv. ISO 9001 staðli hjá Vottun hf. Fyrirtækið vinnur á alþjóðlegum mörkuðum og býður ráðgjafarþjónustu á sviðum arkitektúrs, skipulags og umhverfishönnunar. Það var stofnað árið 1988 og eru starfsmenn um 25 talsins. Fyrirtækið býr yfir umfangsmikilli reynslu af mannvirkjahönnun og skipulagsgerð og felst sérstaða þess í þekkingu á aðlögun bygginga að nánasta umhverfi og veðurfari, aðgengi og mótun vinnuumhverfis m.t.t. vinnuverndar. Nánari upplýsingar um Batteríið - arkitekta má fá á heimasíðu þess, www. arkitekt.is.

 

Útvíkkun á vottaðri starfsemi Siglingastofnunar

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Vottun gæðastjórnunarkerfis Siglingastofnunar Íslands hefur verið breytt. Áður náði hún til útgáfu, áritunar og endurnýjunar á alþjóðlegum atvinnuskírteinum fyrir sjómenn samkvæmt STCW og STCW-F alþjóðasamþykktum, auk svokallaðra skemmtibátaskírteina (ICC). Nýtt vottunarskírteini nær að auki til atvinnukafaraskírteina, útgáfu skírteinis verndarfulltrúa skipa (SSO-skírteini) og ferla vegna skráningar skipa.

 

Vottun dótturfyrirtækis Sets ehf. í Þýskalandi

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Þann 23. september síðastliðinn hlaut starfsemi Set Pipes GmbH í Þýskalandi vottun hjá Vottun hf. Fyrirtækið er dótturfélag Sets ehf. á Selfossi en Set hefur haft vottað gæðastjórnunarkerfi síðan 1997. Þýska fyrirtækið framleiðir foreinangruð stálrör í löngum einingum til notkunar í fjarvarmaveitum. Rörin eru einangruð með viðstöðulausri einangrunartækni, svokallaðri Conti-aðferð. Sögu Sets ehf. má rekja aftur til ársins 1968, þegar Steypuiðjan hóf framleiðslu á steynsteyptum fráveiturörum. Síðan hafa bæst við fjölmargar gerðir plaströra og rörakerfa til notkunar í hitaveitu-, vatnsveitu- og fráveitukerfum, auk hlífðarröra fyrir raflagnir og ljósleiðara.

 Vottuð starfsemi

 

 

Upplýsingar um handhafa
gildra vottorða og umfang
vottana hjá Vottun hf.
fást á skrifstofu félagsins.


Vottun hf. —    NMÍ, Keldnaholti    —    112 Reykjavík    —    sími: 570-7200    —    fax: 522-9111    —    tp: vottun@vottunhf.is    —    kt: 590691-1439