Umhverfis- og samgöngsvið Reykjavíkurborgar hefur fengið vottun á umhverfisstjórnunarkerfi sitt hjá Vottun hf. Er þetta fyrsta opinbera stofnunin hér á landi sem fær slíka vottun en á annan tug fyrirtækja er með vottun á þessu sviði. Umhverfisstjórnuarkerfi Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar nær m.a. til stýringar á endurvinnslu efna, eldsneytisnotkunar og losunar gróðurhúsalofttegunda. Þannig nota starfsmenn reiðhjól og vistvæna bíla, engar ruslafötur eru undir skrifborðum, sjöstiga flokkunarkerfi er í eldhúsinu og prentað er báðumegin á allan pappír.